Grænmetispylsur

vegetarian / vegan

BulsurBulsur

Bulsur Svavar og Berglind Bulsuréttur Bulsumeistarinn Bulsur að steikjast á pönnu

Bulsur fá hvatningarverðlaun

Bulsur fengu í dag hvatningarverðlaun frá Samtökum grænmetisæta á Íslandi fyrir vel heppnaða vöruþróun og markaðssetningu.  Í tilkynningu frá samtökunum segir:

Hinar rammíslensku, ljúffengu og vegan Bulsur hlutu hvatningarviðurkenningu Samtakanna ásamt Ísbúðinni Valdísi og Gló.

Viðurkenningarskjal Bulsa er á leið til frumkvöðulsins hinum megin á landinu, sem þakkar hjartanlega fyrir sig og sendir samtökunum þessa fallegu orðsendingu:

„Aðstandendur Bulsunnar eru djúpt snortnir yfir þessari viðurkenningu. Það er ánægjulegt að vita að varan hafi hitt í mark hjá þeim hópi sem hún átti að ná til. Ef þið eruð ánægð með vöruna þá er takmarkinu náð og við erum sátt. En það er engin ástæða til að hætta hér. Þvert á móti! Þessi viðurkenning er þvílík hvatning fyrir okkur til að halda áfram að þjóna okkar kúnnahópi og gera meira og betur. Að lokum viljum við hvetja samtökin áfram í sínu góða starfi og vonum að við getum átt í góðu samstarfi áfram.“