Bulsur 1 árs! Með ferskum chili og hvítlauk
Kæru vinir.
Bulsur eiga eins árs afmæli um þessar mundir. Við erum virkilega ánægð með árið og við höfum lært mjög mikið enda fórum við út í þennan bransa rennblaut á bakvið eyrun. Við höfum fengið mikið af allskyns ábendingum og þess vegna hafa Bulsurnar haldið áfram að þróast allan tíman. Í tilefni af eins árs afmælinu ákváðum við svo að taka eitt stórt skref í þróunarferlinu. Síðustu mánuði höfum við verið að fikta með chilipipar og hvítlauk og kynnum því til sögunnar Bulsur með þessum tveimur uppistöðum í kryddi. Chilipiparinn fáum við frá Flúðum og hvítlaukinn lífrænt ræktaðan frá Frú Laugu. Eins og áður notum við svo salt frá Saltverki Reykjaness. Við vonum að þessar nýju Bulsur mælist vel fyrir hjá nýjum og eldri aðdáendum og við hlökkum til að heyra frá ykkur áfram. Við vonum að þið njótið grillsumarsins með Bulsum og hressandi meðlæti. Kartöflumús, bökuðum baunum, spældu eggi, fersku salati, tómatsósu og sinnepi eða hvernig sem ykkur líkar best.
Svavar & Berglind