Nýr vefur – Gleðilegt ár!
Við byrjum árið með því að hræra nýja lögun af Bulsum og smella í loftið nýjum vef! Gleðilegt ár elsku vinir og takk fyrir árið sem er að líða. Takk fyrir að taka svona vel á móti Bulsunum okkar í sumar þegar við settum þær á markað. Takk fyrir víðsýnina, þolinmæðina og forvitnina. Bulsur eru vonandi upphafið á einhverju meiru. Við eigum jafnvel eftir að sjá nýjar bragðtegundir á nýju ári og kannski eitthvað allt annað gúmmulaði. Það er bjart ár í vændum og við hlökkum til að éta það með ykkur.